Núna geta sjónvarpsáskrifendur 365 horft á línulega dagskrá allra sjónvarpsstöðva, tímaflakk, Frelsi og Stöð 2 Maraþon NOW, hvar og hvenær sem er. Þú missir ekki af neinu þó þú sért á ferðinni því Sjónvarp 365 veitir þér aðgang að dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu, Apple TV og í vafra.

Í HVAÐA TÆKJUM GET ÉG HORFT...

SNJALLSÍMI

SPJALDTÖLVA

VEFSPILAri

APPLE TV4

SNJALLSÍMI

horfðu í snjallsímanum

Þú getur horft í gegnum snjallsímann þinn ef þú nærð í Sjónvarp 365 appið. Þú nálgast appið annað hvort í gegnum Google Play Store (Android) eða App Store (iPhone).

Þú notar tímaflakkið á sama hátt og í gegnum venjulegan myndlykil.

Þú getur varpað þinni áskrift á hvaða sjónvarp sem er ef það er tengt við AppleTV og þú átt iPhone, jafnvel þó viðkomandi sé ekki áskrifandi að sjónvarpspökkum 365. Svona ferð þú að:

1. Opnaðu Sjónvarp 365 appið þitt.

2. „Swipe-aðu“ upp neðst á skjánum á símanum þínum.

3. Veldu AirPlay Mirroring.

4. Núna á skjárinn þinn að birtast á sjónvarpinu og þú getur byrjað að horfa.

SPJALDTÖLVA

Horfðu í spjaldtölvunni

Það er einfalt að horfa í spjaldtölvunni. Þú sækir Sjónvarp 365 appið, setur það upp á spjaldtölvunni, skráir þig og þá getur þú byrjað að horfa strax.

Þú notar tímaflakkið á sama hátt og í gegnum venjulegan myndlykil.

Þú getur varpað þinni áskrift á hvaða sjónvarp sem er ef það er tengt við AppleTV og þú átt iPhone, jafnvel þó viðkomandi sé ekki áskrifandi að sjónvarpspökkum 365. Svona ferð þú að:

1. Opnaðu Sjónvarp 365 appið þitt.

2. „Swipe-aðu“ upp neðst á skjánum á símanum þínum.

3. Veldu AirPlay Mirroring.

4. Núna á skjárinn þinn að birtast á sjónvarpinu og þú getur byrjað að horfa.

VEFSPILAri

Horfðu í vafra

Þú getur horft í gegnum vefspilara í hvaða vafra sem er með því að slá inn eftirfarandi vefslóð: sjonvarp.365.is. Skráðu þig inn og þú getur byrjað að horfa strax.

APPLE TV4

Horfðu með apple tv4

Með Apple TV4 getur þú losað þig við myndlykilinn og horft í gegnum Sjónvarp 365 appið. Það eina sem þú þarft að gera er að nálgast Sjónvarp 365 appið, skrá þig og skrá þig inn.

Tímaflakkið virkar alveg eins í appinu í Apple TV eins og á venjulegum myndlykli.

HVERNIG HORFI ÉG?

Svona nálgast þú appið

Svona stofnar þú aðgang

Svona skráir þú þig inn

SVONA NÁLGAST ÞÚ APPIÐ

Vissir þú að með Sjónvarpi 365 getur þú horft á þitt uppáhaldsefni hvar og hvenær sem er?

Fyrsta skrefið er að stofna aðgang. Ef þú ert nú þegar með aðgang þá getur þú stokkið beint yfir í næsta lið.

Smelltu hér til að stofna aðgang.

Til þess að geta stofnað aðgang að Sjónvarp 365 appinu þarft þú að vera með sjónvarpsáskrift hjá 365.

Svona stofnar þú aðgang

Appið okkar, Sjónvarp 365, virkar í flestum snjalltækjum og er aðgengilegt fyrir Apple-tæki á App Store og fyrir Android-tæki á Google Play

Þú missir ekki af neinu þó þú sért á ferðinni því Sjónvarp 365 veitir þér aðgang að dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu og í vafra. Þú færð aðgang að línulegru dagskrá sjónvarpsstöðva, tímaflakki og frelsi, auk aðgangi að Stöð 2 Maraþon efninu í HD gæðum.

Skráðu ÞIG INN OG BYRJAÐU AÐ HORFA

Þegar appið hefur verið uppsett er einfalt mál að byrja. Skráðu þig inn og þú ert klár í að horfa á þætti, kvikmyndir, íþróttir og fréttir hvar sem er, hvenær sem er.

Innskráningin er einföld. Opnaðu appið og sláðu inn netfangið þitt og lykilorð.

Ef þú hefur ekki áður stofnað aðgang að Sjónvarp 365 appinu skaltu smella hér til að fá aðgang. Þar slærðu inn það netfang sem þú ert með skráð hjá 365 og færð svo tölvupóst með leiðbeiningum um nýskráningu.

ALGENGAR SPURNINGAR

Get ég horft á áskriftina mína í útlöndum?

Nei, því miður getur þú ekki horft á áskriftina þína utan Íslands vegna höfundaréttarmála.

Hvernig fæ ég aðgang að Sjónvarp 365 í fyrsta skipti?

Ef þú hefur ekki áður stofnað aðgang að Sjónvarp 365 skaltu smella hér til að fá aðgang. Þar slærðu inn það netfang sem þú ert með skráð hjá 365 og færð svo tölvupóst með leiðbeiningum um nýskráningu.

Hvar sæki ég appið í snjallsíma eða spjaldtölvu?

Ef þú ert með Apple-tæki ferð þú í App Store en ef þú ert með Android-tæki ferð þú í Google Play. Þar leitar þú að „Sjónvarp 365“.

Hvernig horfi ég á Sjónvarp 365 í tölvu?

Opnaðu vafra í tölvunni hjá þér og farðu á sjonvarp.365.is.

Hvað geri ég ef ég gleymi lykilorðinu mínu?

Smelltu á „forgot password“ á innskráningarsíðunni í appinu. Þar slærðu inn netfangið þitt og ýtir á „reset my password“.

Nú ætti að vera kominn tölvupóstur á netfangið þitt með leiðbeiningum um að búa til nýtt lykilorð.

Þetta er einnig hægt að gera á sjonvarp.365.is í tölvu með því að smella á „gleymt lykilorð“ á innskráningarsíðunni.

Hvað geri ég ef ég man ekki hvaða netfang ég notaði fyrir appið?

Hringdu í þjónustuver okkar í síma 1817 og þjónustufulltrúar okkar aðstoða þig við að finna netfangið.

Hvað geri ég ef ég sé ekki allar áskriftarstöðvarnar mínar inni í appinu?

Prófaðu að skrá þig út úr appinu og skrá þig aftur inn. Ef það virkar ekki getur þú hringt í þjónustuverið okkar í síma 1817 og þjónustufulltrúar okkar aðstoða þig.

KOMDU Í ÁSKRIFT

SKOÐA MEIRA